Í Morgunblaðinu í gær (sunnudaginn 13. febrúar) birtist eftirfarandi auglýsing:

Laus staða prófessors við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands
Staðan er á sviði skógfræði og landgræðslu. Áhersla er á vistfræði skóga, endurheimt skóglendis og ræktun skóga, en einnig landgræðslu og skyldar greinar. Um er að ræða fullt starf sem metið er að jöfnu sem kennsla og rannsóknir. Umsækjendur þurfa að uppfylla hæfniskröfur til prófessors og hafa víðtæka reynslu af rannsóknum og stjórnun rannsóknaverkefna á þessu sviði og hafa sýnt hæfni í samskiptum við fagaðila. Starfið felur m.a. í sér þróun og uppbyggingu náms við skóga- og landgræðslubraut umhverfisdeildar, rannsóknir og samskipti við fagstofnanir á sviði skógræktar, landgræðslu og fleiri innlendar stofnanir sem og erlenda háskóla. Kennsla og vinnuaðstaða er á Hvanneyri í Borgarfirði en getur að hluta verið í starfsaðstöðu á Keldnaholti eða Ölfusi. Miðað er við að umsækjandi geti hafið störf á haustönn 2005.
Umsókn skal vera í þríriti og með hverri skal fylgja ítarleg greinargerð um starfsferil og ritstörf (sbr. matsreglur Kjaranefndar fyrir prófessora). Umsókn fylgi afrit af ritstörfum frá síðustu 10 árum. Rektor Landbúnaðarháskólans fer með ráðningu, að fenginni umsögn matsnefndar. Umsóknarfrestur er til 10. mars 2005. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landbúnaðarháskóli Íslands er nýr háskóli er byggir á grunni þriggja stofnana, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskólans á Reykjum. Skólinn er í örri þróun og býður upp á fjölbreytt nám á sviði náttúrufræða, umhverfismála og skipulagsfræða, auk hefðbundinna landbúnaðargreina.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Arnalds, deildarforseti umhverfisdeildar (oa@lbhi.is - sími 433 5000).
Umsóknir sendist til:
Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands,
Hvanneyri,
311 Borgarnes.
Landbúnaðarháskóli Íslands,
- Háskóli lífs og lands -