LANDSÝN

Skógrækt, landgræðsla og skipulag.

Suðurlandsskógar, Mógilsá og Landgræðslan standa fyrir ráðstefnu um skipulag mismunandi landnýtingar, svo sem skógræktar og landgræðslu. Breyttar áherslur í landnýtingu hér á landi kalla á umræður um vinnubrögð í skipulagsmálum og viðhorf til þessara mála í samfélaginu.

Ráðstefnan verður haldin á Kirkjubæjarklaustri dagana 26.-27. febrúar 2003 og er öllum opin. Tveir erlendir fyrirlesarar munu taka þátt; Noel Foley, Skógarþjónustu Írlands (þess má til gamans geta að sú stofnun er undirstofnun í ráðuneyti sjávarútvegs- og náttúruauðlinda), og Tróndur Leivsson, skógræktarstjóri Færeyja.

Föstudaginn 28. febrúar verður haldin námsstefna á sama stað fyrir skógarbændur og fagfólk. Fyrri hluta dags verða fluttir fyrirlestrar um skógrækt en eftir hádegi verður fjallað um skógrækt og ferðaþjónustu.

Upplýsingar um dagskrá og skráningu verða sendar út næstu daga.

Nánari upplýsingar fást hjá Suðurlandsskógum í síma 480-1824.