Ráðstefnan "Staða og framtíð alaskaaspar á Íslandi" er haldin, í tengslum við og í framhaldi af fulltrúafundi skógræktarfélaganna, laugardaginn 5. mars nk., í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13 og er öllum opin og ókeypis aðgangur.

Að ráðstefnunni standa Skógræktarfélag Íslands og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í samvinnu við Skógfræðingafélag Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Heiðursgestur ráðstefnunnar er Haukur Ragnarsson, fyrrv. forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá.

Ráðstefnustjórar eru Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður Landgræðslusjóðs og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Íslands og Ólafur Arnalds, deildarforseti Umhverfisdeildar í Landbúnaðarháskóla Íslands.

DAGSKRÁ:

13:00
Guðbrandur Brynjúlfsson setur ráðstefnuna.

13:10
Haukur Ragnarsson og alaskaöspin á Íslandi:
Hrefna Jóhannesdóttir, formaður Skógfræðingafélags Íslands

ÖSPIN Í STÆRRA SAMHENGI

13:20
Alaskaöspin í gömlum og nýjum heimkynnum, gagn og nytjar:
Brynjólfur Jónsson og Einar Gunnarsson
13:40
Vöxtur alaskaaspar á Íslandi:
Arnór Snorrason

ÖSPIN, LÍF OG LÍFSGÆÐI ANNARA

14:00
Lífríki asparskóga:
Jón Ágúst Jónsson, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson og Brynjólfur Sigurjónsson
14:20
Of stór tré fyrir þéttbýli?:
Áslaug Traustadóttir
14:40
Alaskaöspin í görðum og grænum svæðum:
Tryggvi Marínósson
15:00
Málsvörn alaskaaspar:
Jón Geir Pétursson

15:20 Kaffihlé

BETRI ÖSP

15:40
Aðlögun, erfðafræði og klónaval alaskaaspar:
Aðalsteinn Sigurgeirsson
16:00
Breytileiki í frostþoli meðal klóna alaskaaspar að vor- og haustlagi:
Freyr Ævarsson
16:20
Alaskaösp og asparryð:
Halldór Sverrisson, Guðmundur Halldórsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
16:40
Áhrif umhverfisþátta á vöxt alaskaaspar:
Bjarni D. Sigurðsson

17:00
Umræður og samntekt.