Einn aðalsamningamaður Íra um loftslagsmál meðal frummælenda

Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðal­samninga­mönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skóg­rækt.

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á hana.

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, fjallar á ráðstefnunni um losun kolefnis frá mismunandi gerðum þurrlendis og Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjár­bænda, segir frá nýrri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárbúum á Íslandi og aðgerðum sem sauð­fjár­bændur hyggjast fara í til þess að draga úr losun.

Þá segja þeir Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, og Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, frá möguleikum Íslands með kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Að lokum gefst tími til fyrirspurna og umræðna.

Dagskrá*

Hótel Saga, klukkan 13-16, þriðjudaginn 5. desember

  • Binding kolefnis með breyttri landnýtingu og skógrækt - LULUCF (Land Use, Land Use Change, Forestry) og reynsla Íra  –  Eugene Hendrick, sérfræðingur um kolefnisbindingu
  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar á ÍslandiAuður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ
  • Sauðfjárbændur og kolefnisbindingOddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
  • Kolefnisbinding með landgræðsluJóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins
  • Kolefnisbinding með skógræktArnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá
  • Umræður og samantekt

Að ráðstefnunni standa Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin og Bændasamtök Íslands. Markmiðið er að draga fram leiðir til bindingar kolefnis hér á landi í því augnamiði að uppfylla skyldur sem m.a. felast í Parísarsamkomulaginu.   

* (birt með fyrirvara um breytingar)

Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin þriðjudaginn 5. desember í ráðstefnusölum Hótel Sögu. Hún hefst kl. 13 og lýkur um kl. 16. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en krafist er skráningar á vefnum bondi.is (sjá hlekk undir frétt um ráðstefnuna á vef Bændasamtakanna).