Starfsmenn Skógræktarinnar og Náttúrfræðistofnunar fóru austur á Hérað í þeim erindum að velja tilraunasvæði fyrir verkefnið Skógvist.  Þetta var gert þrátt fyrir að fjármögnun sé ekki orðin fyllilega ljós.  Þarna verða skoðuð vistkerfi misgamalla lerkiskóga og til samanburðar verða höfð vistkerfi í birkiskógum og beittu mólendi.  Annarsvegar verður skoðaður birkiskógur sem er innan Hallormsstaðargirðingarinnar sem sett var upp 1905 og hinsvegar innan svæðis á Buðlungavöllum sem hefur verið friðað síðustu 15 til 20 árin.   Á myndinni sjást Guðmundur Halldórsson, Ásrún Elmarsdóttir og Ólafur Kr. Nilsen fyrir austan fyrr í vetur.