Í lok nóvember sáði skógarvörðurinn á Suðurlandi til tilraunar á Mosfelli í Grímsnesi. Tilefni gafst til að gera slíka tilraun vegna þess að mikið var til af fræafgöngum á Mógilsá sem og uppsópi úr frævinnslunni að Tumastöðum. Auk þess var sáð um 2 kg af úrvals birkifræi úr Búrfelli í Þjórsárdal. Nú var sáð í hluta tættrar framræstrar mýrar í Mosfelli, um 1 ha og verður sáð í annan ha næsta vor.

Markmið með tilrauninni er m.a. að prófa hvort hægt sé að koma upp skógi á tættu landi, frekar frjósömu, með því að sá trjáfræi beint, ennfremur að kanna hvort gefi betri raun, sáning að síðla hausts eða sáning að vori. Auk þessara markmiða verður tilraunareitunum skipt upp í minni einingar þar sem prófuð verða áhrif mismunandi áburðargjafa á spírun og vöxt. Hér að neðan má sjá mynd af fræinu og uppsópinu var blandað saman í bílskúr skógarvarðarins, alls um 56 kg, ásamt af svæðinu sem sáð var í. Einnig eru hér að neðan upplýsingar um hvaða fræ var notað í tilrauninni.

Efniviður í tilrauninni






Uppsóp frá Tumastöðum


tegund kvæmi magn
Stafafura ex Skagway 1 kg
Reyniviður Múlakot 1 kg
Sitkagreni Tumastaðir 6 kg
Ýmislegt
3 kg
Sitkagreni Tumastaðir 14 kg
Elri
0.5 kg
Birki Þorsteinslundur 2.5 kg
Birki Búrfellsskógur 3 kg
Birki ? 4 kg
Reyniviður Tumastaðir 0.75 kg
Reyniviður Múlakot 1 kg




Hreint fræ frá Tumastöðum


Birki Búrfellsskógur 2 kg




Fræafgangar frá Mógilsá


Sitkagreni Reykjavík 5.7 kg
Sitkagreni Sandbrekka Reykjavík 4.15 kg
Broddhlynur ? 0.05 kg
Stafafura T33? 0.5 kg
Hvítgreni T30? 0.75 kg
Ulmus Glabra Astadlia, Beiarn Nor 0.005 kg
Skógarfura ? 0.25 kg
Larix laricina F83001, 64°02 145°44,300m 0.0001 kg
Evrópulerki Fuldera 741872, Sils.Moria, 2050m 0.045 kg
Gljáhlynur (A.glabrum) Mörk Hall. 980026 0.2 kg
Síberíulerki Buyd 0.016 kg
Lindifura ? 0.75 kg
Stafafura ? 0.5 kg
Birki ? 2 kg
Picea mariana / P. Pum. ? 0.5 kg
?
0.5 kg
Sitkagreni ? 0.5 kg
Rauðgreni ? T29 1 kg





u.þ.b. 56.166