(mynd: Edda S. Oddsdóttir)
(mynd: Edda S. Oddsdóttir)

Náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson hélt framsögu á vorráðstefnu Náttúruverndarsamtaka Austurlands fyrir skemmstu. Eins og fram kemur á vef Austurgluggans telur Helgi þá sem harðast hafa barist gegn nýjum trjátegundum á Íslandi vera meðal þeirra sem hafa skaðað íslenska náttúruvernd.

„Það er misskilin náttúruvernd. Eyðing skóga er eitt stærsta umhverfisvandamál heimsins. Menn verða að skilja að íslensku laufskógarnir eru ekki timburtækir. Barrskógar eru því eðlilegir í nýtingu landsins. Aðrar jurtir, samanber sveppir, hafa verið fluttar inn. Þar skiptir ekki máli um hvort það var fyrir 10, 100 eða 1000 árum,“ sagði Helgi sem fékk íslensku bókmenntaverðlaunin í ársbyrjun fyrir bók sína um íslenska sveppi.

Þrátt fyrir allt hefur Helgi ekki áhyggjur af náttúrunni. „Sem betur fer lætur náttúran sig engu skipta skoðanir skammsýnna manna.“


Mynd: Edda S. Oddsdóttir