Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins og Skipulagsstofnun boða til kynningarfunda um tillögu að sérstöku svæðisskipulagi um skógrækt á starfssvæði Norðurlandsskóga frá Langanesi að Hrútafirði. Tillagan er í samræmi við 15. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Fundurinn er öllum opinn. Áríðandi er að sem flestir fulltrúar í sveitarstjórnum og hagsmunaaðilar sjái sér fært að mæta á fundinn.

Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

? Fyrir austursvæðið:Hótel Húsavík mánudaginn 28. febrúar kl. 10:00 ? 12:00.

? Fyrir vestursvæðið: Hús Björgunarsveitarinnar í Varmahlíð mánudaginn 28. febrúar kl. 16:00-18:00.

? Fyrir miðsvæðið: Gamla gróðrarstöðin við Eyjafjarðarbraut, Akureyri, þriðjudaginn 1. mars kl. 10:00-12:00.

Allar nánari upplýsingar veita undirrituð:

Brynjar Skúlason, Norðurlandsskógum, sími 461-5642, brynjar@nls.is

Hallgrímur Indriðason, Skógrækt ríkisins, sími 461-5644, hallgrímur@skogur.is

Matthildur Elmarsdóttir, Skipulagsstofnun, sími 595-4100, matthildur@skipulag.is