(Mynd: Ártúnsskóli)
(Mynd: Ártúnsskóli)

Í síðustu viku voru settar upp þrjár fræðslustöðvar í grenndarskógi Ártúnsskóla. Á einni stöðinni var sjálfbærnin í fyrirrúmi þar sem þátttakendur lærðu að höggva bolvið til eldiviðar. Óskar Baldursson hjá umhverfissviði felldi aspir á þeim stað í skóginum sem skilgreindur er sem „efnisbanki" í nytjaáætluninni. Aspirnar lærði starfsfólkið að kljúfa í eldivið, búa til merkistaura og merkiskífur, ásamt því að safna saman greinum í efnisbankann. Þegar upp var staðið var búið að fylla fjóra grisjupoka af eldivið sem jafngildir tæpum 15.000 kr. miðað við smásöluverð eldiviðar.

Dr. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, benti þátttakendum á hvaða skordýr og smádýr er að finna í skóginum og hvar þau halda sig. Gunnar Gunnarsson, lýðheilsu- og íþróttafræðingur, sýndi hvernig er hægt að nota skógarumhverfið til að ýta undir markvissa líkamsþjálfun og hreyfingu hjá nemendum jafnframt því sem námið er stundað. Hann fór víða um grenndarskóginn, niður að fljótinu „Elliðaánum" og upp á „Hvannadalshnjúk" sem er hæsti staðurinn í skóginum. Að sjálfsögðu sá Anna Guðjónsdóttir, matselja, um meðlætið og Anna Sigríður um eldunina á vettvangi með fumlausum hætti. Brynjar Ólafsson, kennari við Háskóla Íslands, rýndi í framkvæmd námskeiðsins og fylgdi eftir námskeiðsmatinu.

frett_06042011_1

frett_06042011_2

frett_06042011_3

frett_06042011_6

frett_06042011_7

frett_06042011_8

Frétt og myndir: Ártúnsskóli