Ártúnsskóli er einn þeirra skóla á Íslandi sem tekur þátt í þróun ámsefnis í skógatengdu útinámi ásamt skólum í Noregi, Lettlandi og Litháen. Lesið í skóginn styður skólana hér á landi á ýmsan máta, m.a. héldu nemendur í 5. bekk fyrir skömmu í grenndarskóg skólans þar sem þeir tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum sem lutu að vinnu í skóginum.

Börnunum var skipt í fjóra fimm manna hópa sem skiptust á að vinna að einstökum verkefnum. Einn hópurinn sagaði  eldivið sem safnað var í grisjupoka og allir klufu sér efni í smjörhníf sem tálgaður var þegar komið var upp í skóla. Annar hópruinn tók með sér einn asparkubb sem verður mældur og vigtaður og fylgst með þornunarferli hans. Að lokum verður hann brenndur, mælt hversu mikil aska verður eftir og hún notuð sem teiniefni. Börnin fóru heim með þrjá poka af eldivið í farteskinu sem þau voru ákveðin í að selja skólanum. Töldu þau sig hafa þénað um 11.000 kr. á vinnunni miðað við verð á eldivið á bensínstöðvum.

Starfsmenn Umhverfissviðs, þeir Óskar og Hallgrímur, tóku þátt í þessu skemmtilega starfi ásamt fræðslufulltrúa Skógræktar ríkisins.

23042012_1

23042012_4

23042012_2

23042012_3

Texti og myndir: Ólafur Oddsson