Eftir afhendingu Grænfánans var farið í skógarrjóður Langholtsskóla á baklóðinni, þar sem fulltrúar, Menntasviðs/LÍS, Umhverfissviðs og skólans skrifuðu undir samning um grenndarskóg og samstarf um skógarfræðslu í útinámi. Nemendur skólans, alls 640 talsins, mynduðu skjaldborg um skólann með því að búa til keðju sam náði alla leið í kringum byggingarnar.

Á myndinni frá undirskriftinni má sjá Auði Árni Stefánsdóttur, skrifstofustjóra grunnskólasviðs, Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóra og Þórólf Jónsson, deildarsjóra á Umhverfissviði. Til hliðar við þau stendur Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs.


frett_04112009(2)


frett_04112009(1)

Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins