Eins og kunnugt er eru Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli í þróunarsamstarfi um skógarfræðslu í útinámi. Nemendur hafa í haust unnið að margvíslegum verkefnum í sem tengjast skógarfræðslu og vinnu í nærsamfélagi og nærumhverfi. Þeir hafa unnið að verkefnum í þjóðskóginum í Þjórsárdal, á skólalóðinni og nágrenni hans.

Sótt var efni í nærliggjandi skjólbelti við samkomuhúsið í Árnesi til að flétta girðingu í fyrirhuguðu rjóðri á skólalóðinni. Þar var að finna langar og beinar greinar í alaskavíði sem hentuðu sérlega vel í skjólgirðinguna. Girðingunni er ætlað að mynda skjól fyrir austan- og norðaustanáttunum við bálstæðið í rjóðrinu. Allir nemendur skólans tóku þátt í að leggja stíg frá skólanum og út að rjóðrinu, stungu upp torfið og hlóðu í lítið torfhús og báru síðan sand í stíginn í fötum. Í tálguninni hafa nemendur unnið að margvíslegum verkefnum af miklum áhuga. Margir komu með skaftlaus áhöld að heiman sem fyrirhugað er að skefta og lífga við.

frett_13112009(2)

frett_13112009(3)

frett_13112009(4)


Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins