Síðustu ár hefur Skógrækt ríkisins í Haukadal boðið fólki að koma í skóginn og fella sér jólatré. Hefur jólatrjáasalan verið í tengslum hin vinsælu jólahlaðborð sem haldin eru á Hótel Geysi. Áætlað er að um 1.000-1.500 manns komi í skóginn og njóti náttúrufegurðarinnar og veðurblíðunnar þá fjóra daga sem fólki er boðið í skóginn. Jólasveinar heimsækja skóginn þessa daga og aka yngri gestunum á fjórhjólum. Boðið var á eldbakaðar skonsur, kaffi og kakó í K. Kirk húsinu og tónlistarmenn sungu og spiluðu jólalög. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.


frett_22122011_4

frett_22122011_5

frett_22122011_2

frett_22122011_3

frett_22122011_6

frett_22122011_7

frett_22122011_9

frett_22122011_8

Texti og myndir: Hreinn Óskarsson