Vaglaskógur. Hálshnjúkur er hnjúkurinn nyrst á Vaglafjalli ofan skógarins. Ljósmynd: Pétur Halldórss…
Vaglaskógur. Hálshnjúkur er hnjúkurinn nyrst á Vaglafjalli ofan skógarins. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Hinn árlegi Skógardagur Norðurlands fer að þessu sinni fram í Vaglaskógi 23. júní 2018. Að venju verður margt í boði en meðal nýjunga nú má nefna að efnt verður til göngu á Hálshnjúk ofan Vaglaskógar þaðan sem víðsýnt er um Fnjóskadal og nágrenni. Gangan hefst nokkru áður en dagskráin í skóginum byrjar þannig að göngufólk ætti að komast niður aftur til að njóta hennar. Fræðsla um skóginn og starfsemina þar, ketilkaffi, steiktar lummur, ratleikur og ýmislegt fleira verður í boði sem sjá má nánar í dagskránni hér að neðan. Skógardagur Norðurlands er einn þeirra skógarviðburða þennan dag sem kynntir eru undir yfirskriftinni Líf í lundi.

Dagskrá:

Kl.  10:00 – ca. 12:30   Ganga á Hálshnjúk undir leiðsögn Hermanns Herbertssonar

                                        (Hist á bílastæði við upphaf gönguleiðar við efri-Vagli)

Kl. 14:30-15:30            Skógarganga – fuglarnir í skóginum, leiðsögn Sverrir Thorstensen.  

Kl. 15:30-16:30            Sýning á skúlptúragerð með keðjusög

Kl. 14:00-17:00            Flautugerð, tálgun, frisbígolf, bogfimi, leikir fyrir börn í umsjón skátanna.                     

Veitingar:  Skógarkaffi, lummur, pinnabrauð, poppað yfir eldi.


Verið velkomin í skóginn! 

Skógardagur Norðurlands er samvinnuverkefni Skógræktarinnar, Félags skógarbænda á Norðurlandi, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga.

Nánar um Líf í lundi

Þjóðskógurinn Vaglaskógur