Nýir skógar í heiminum vega upp á móti töpuðum lífmassa í hitabeltinu
Undanfarna áratugi hafa annað slagið dunið á okkur fréttir um að skógar heimsins séu á undanhaldi. Sífellt sé gengið á skógana með hvers kyns ofnýtingu eða þeir ruddir til landbúnaðar eða annarra nota. Gjarnan hafa þá heyrst ógnvænlegar tölur, til dæmis þær sem greint var frá í breska blaðinu Independent 9. apríl um að á hverjum degi eyðist skógur sem samsvari 36 fótboltavöllum. Sömuleiðis höfum við séð sláandi myndir af skógareyðingu og dæmi um slíkar myndir eru þessar hér frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA.
Þrátt fyrir þetta berast nú þær fréttir að jörðin sé að grænka. Hvernig má það vera fyrst skógareyðingin heldur áfram af krafti? Hópur vísindamanna kafaði ofan í gervitunglagögn sem safnað hafði verið í tvo áratugi með fjarmælingum. notuð er sérstök örbylgjutækni sem á ensku nefnist „passive microwave remote sensing“. Mældar eru breytingar á geislun útvarpsbylgna frá yfirborði jarðarinnar. Þessi tækni gerir kleift að mæla úr gervitunglum lífmassa eða lifandi efni á jörðu niðri. Um þetta er fjallað í grein í tímaritinu Nature Climate Change.
Vísindamennirnir komust að því að þrátt fyrir að skógareyðing væri enn mikið vandamál í regnskógum Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu hefðu skógar sótt nægilega fram á vissum svæðum utan hitabeltisins til að vega að nokkru leyti upp á móti eyðingu lífmassa í regnskógunum. Þetta eru til dæmis svæði í Afríku og Ástralíu en líka yfirgefin landbúnaðarlönd í gömlu Sovétríkjunum þótt undarlegt kunni að virðast. Eftir fall Sovétríkjanna hrundi kerfi hinna ríkisreknu samyrkjubúa og síðan hefur víða vaxið upp skógur á löndum þeirra. Jafnframt hefur þarna áhrif sú mikla skógrækt sem Kínastjórn hefur staðið fyrir undanfarin ár. Þar fer fram heimsins mesta skógræktarverkefni eins og við höfum fjallað um áður hér á skogur.is.
Hafa verður í huga að hér er eingöngu verið að ræða um magn lífmassa. Sá skógur sem er að vaxa upp annars staðar er farinn að vega upp þann lífmassa sem tapast við ruðning regnskóganna og gott betur. Það er gleðilegt og jákvætt að skógar skuli breiðast út utan hitabeltisins en það breytir því ekki að skógareyðing í hitabeltinu er enn grafalvarlegt vandamál fyrir mannkynið. Þegar regnskógi er eytt hverfur ekki eingöngu lífmassinn. Regnskógar fóstra auðugustu og fjölbreyttustu vistkerfi jarðarinnar og með eyðingu þeirra hverfur fjöldi dýra- og plöntutegunda ásamt einstökum búsvæðum þeirra. Þessi lífkerfi verða ekki byggð upp með skóggræðslu annars staðar, svo sem á gresjum Afríku eða víðernum Ástralíu. Jafnvel þótt jafnmiklir skógar yxu upp utan hitabeltisins og sem næmi þeim skógum sem eytt er í hitabeltinu væri vandinn ekki leystur. Skógareyðingu í hitabeltinu verður að stöðva samhliða því að haldið verði áfram að breiða út skóga annars staðar.
found
The concentration of biomass stored in trees in the U.S. The darkest greens reveal the areas with the densest, tallest, and most robust forest growth. (Photo:
Á árabilinu 2003-2012 hefur samanlagt magn gróðurs ofan moldar aukist um fjóra milljarða kolefnistonna. In the period between 2003-2012, the total amount of vegetation above the ground has increased by about 4 billion tonnes of carbon. Þetta er vissulega mikið, hvernig sem á það er litið. Gróður jarðar er sannarlega mikilvægur fyrir kolefnisjafnvægið því plöntur binda með ljóstillífun um það bil fjórðung þess koltvísýrings sem mennirnir losa út í andrúmsloftið. Því meiri sem gróðurinn er því meiri verður bindingin. Tré eru stærstu og langlífustu plöntutegundirnar og þar með öflugust við bindingu kolefnis. Með því að auka gróður á jörðinni og stöðva gróðureyðingu er hægt að hægja á loftslagsbreytingum en það eitt dugar þó ekki til að stöðva breytingarnar.
NASA
tonnes is significant! This is particularly important because around 25 percent of the CO2 that we release into the atmosphere by burning formerly buried hydrocarbons is absorbed by plants, so having more of them can help slow down (but not stop) climate change, and there's a limit to plants' rate of absorption. Still, it's nice to get good news for a change ...
billion
Read more: http://www.mnn.com/earth-matters/wilderness-resources/stories/deforestation-vs-nature-the-winner-might-surprise-you#ixzz3Wnx9wh00
Deforestation vs. nature
http://www.mnn.com/earth-matters/wilderness-resources/stories/deforestation-vs-nature-the-winner-might-surprise-you