Fimmtudaginn 7. júní er fyrsta gangan í röð gangna um "Græna trefilinn" og hefst hún kl. 20.

Upphaf göngunnar er á bílaplaninu bak við Rannsóknastöðina á Mógilsá, þar sem safnast verður saman. Beygt er af Vesturlandsvegi rétt áður en komið er að Esjuplani og beygt strax til hægri. Því næst er tekinn fyrsti afleggjari til vinstri.

Gengið verður um trjásafnið á Mógilsá og neðri hluta Esjuhlíða undir leiðsögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, forstöðumanns Rannsóknastöðvarinnar.

Skógargöngur á Græna treflinum verða öll fimmtudagskvöld í júní og júlí og hefjast göngurnar kl. 20. Göngurnar eru hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Kaupþings.

Þetta eru léttar göngur, sem taka alls um tvo tíma, allir eru velkomnir og ókeypis.

Dagskráin verður kynnt jafnharðan á skog.is og með fréttatilkynningum.

(Af vef Skógræktarfélags Íslands)