Basknesk-bandaríski skógarmaðurinn ógurlegi, Rick Sotil, kemur á hátíðina og sýnir meðal annars fimi…
Basknesk-bandaríski skógarmaðurinn ógurlegi, Rick Sotil, kemur á hátíðina og sýnir meðal annars fimi sína í að höggva í sundur boli með öxum.

Öflugur skógarhöggsmaður að westan sýnir listir sínar með öxina

Skógræktarfélag Reykjavíkur blæs til Skógarleika, hátíðar fyrir alla fjölskylduna, sem haldin verður á áningarstaðnum Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 4. júlí kl. 14-17. 

Á Skógarleikum leiða nokkrir færustu skógarhöggsmenn á Suður- og Vesturlandi saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, trjáfellingu og afkvistun trjábola. Búast má við miklum átökum og skemmtun í þessari hörkukeppni sem allir í fjölskyldunni ættu að hafa gaman að.

Jafnframt kemur skógarmaðurinn ógurlegi, Rick Sotil, á hátíðina og sýnir meðal annars fimi sína í að höggva í sundur boli með öxum. Sotil er Bandaríkjamaður af baskneskum ættum sem býr yfir margra ára reynslu á þessu sviði og er mikið að sjónarspil að fylgjast með honum handleika öxina. Hann keppir í skógargreinum víða í Bandaríkjunum og í Baskalandi, ennfremur er hann fyrrum heimsmeistari í þjóðaríþrótt Baska sem nefnis Jai Alai. Munu íslenskir skógarhöggsmenn etja kappi við hann í hefðbundnum keppnisgreinum baskneskra skógarmanna.

Kveikt verður upp í varðeldi og gestum og gangandi boðið upp á grillaðar pylsur og ketilkaffi. Þá munu skátar setja upp þrautabraut og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Það er því upplagt fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag í Heiðmörk og njóta í senn samveru, útivistar og skemmtunar skógarmanna.  <br>

Skógargreinar sem keppt verður í á Skógarleikum

  • Axarkast – metralöngum kastöxum kastað í mark
  • Eldiviður klofinn – tímakeppni í að klúfa eldiviðarkubba
  • Afkvistun trjábola – tímakeppni í afkvistun trjábola
  • Trjáfelling tré fellt á hæl
  • Bolakapp – trjábol rúllað með priki
  • Trjábolir höggnir í sundur með öxum – Sýningargrein sem bandaríski skógarmaðurinn Rick Sotil sýnir ásamt fleirum.
  • Chingaruti – Lyftingar á tilsniðnum stokkum

Nánari upplýsingar veitir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, í síma 864 4228.

">