(mynd: Þór Þorfinnsson)
(mynd: Þór Þorfinnsson)

Starf verkefnastjóra hjá Héraðs- og Austurlandsskógum

Héraðs- og Austurlandsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.

Starfið:

Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi starfsumhverfi. Starfið felst í ráðgjöf, áætlanagerð, eftirliti og fræðslu til þeirra aðila sem stunda nytjaskógrækt á Austurlandi. Starfinu fylgir ábyrgð og sjálfstæði. Starfsstöð er á Egilsstöðum

Gerð er krafa um:

  • Háskólamenntun í skógfræði.
  • Einhverja þekkingu af kortlagningu og áætlanagerð í skógrækt.
  • Skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góða almenna tölvukunnáttu og þekkingu á landupplýsingakerfum.
  • Að umsækjandi geti unnið sjálfstætt en ekki síður vera hæfur til að stjórna og taka þátt í hópverkefnum.
  • Færni í ensku og einu Norðurlandamáli. 

Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á starfssvæði Héraðs- og Austurlandsskóga en þó ekki skilyrði

Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila á skrifstofu Héraðs- og Austurlandsskóga, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir fyrir 25. nóvember næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.