Í gær 18. apríl opnuðu ráðherrar landbúnaðar og umhverfismála nýja vefsíðu. Vefsíðan er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands, Landshlutabundinna skógræktarverkefna, Skógræktar ríkisins, Landsamtaka skógareigenda, Fuglaverndar, Umhverfisstofnunar, Landverndar og Fornleifaverndar ríkisins. Vefurinn veitir grunnupplýsingar til allra sem áhuga hafa á skógrækt um hvernig best er að skipuleggja skógrækt í sátt við umhverfið.