Á sameiginlegum fundi yfirstjórna Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins var samþykkt yfirlýsing um kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að þessar stofnanir eru tilbúnar til stórra átaka á þessu sviði, enda allt sem til þarf fyrir hendi: Þekking, tækni og landsvæði. Sjá nánar yfirlýsingu stofnanna:

Yfirlýsing

vegna möguleika Íslands á bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu

Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins fagna fram kominni stefnumörkun ríkis-stjórnarinnar í loftslagsmálum.

Í umræðunni sem nú á sér stað hér á landi og um allan heim um skaðlega losun gróðurhúsalofttegunda og hugsanlegar mótvægisaðgerðir þar að lútandi hefur verið bent á þá möguleika Íslands að binda megi mikið magn kolefnis með stóraukinni skógrækt og landgræðslu.

Lýsa stofnanirnar því hér með yfir að þær eru tilbúnar til stórra aðgerða á þessu sviði til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar og benda á að tækni, þekking og landssvæði eru þegar til staðar.

Gert í Reykjavík, 21. febrúar 2007

 

F.h. Skógræktar ríkisins
Jón Loftsson, skógræktarstjóri

 

F.h. Landgræðslu ríkisins
Sveinn Runólfson, landgræðslustjóri