Fyrir skömmu sóttu þeir Rúnar Ísleifsson og Ólafur Oddsson, starfsmenn Skógræktar ríkisins, fróðleg fimm daga langt námskeið í Danmörku.

Dagskrá námskeiðsins einkenndist af umfjöllun um skógrækt og skógarnytjar á sjálfbærum grunni, bæði er varðar ræktunarþáttinn, umhirðuna og viðarnytjarnar. Fjallað var um áætlanagerð, kortagrunna og tæknibúnað í nytjaáætlanagerðinni og áhugavert var að sjá hversu góður og aðgengilegur danski korta- og ljósmyndagrunnurinn er.

frett_17032011_11frett_17032011_12frett_17032011_13frett_17032011_14frett_17032011_15frett_17032011_16Heimsóttir voru margir skógareigendur sem höfðu lífsviðurværi sitt af viðarvinnslu að hluta eða öllu leyti. „Gaman var að sjá hversu  tækjabúnaður, t.d. einfaldar flettisagir, geta skilað miklum árangri ef að vinnslan er miðuð að ákveðnum framleiðsluafurðum og þörfum markaðarins, þar sem gæði efnisins er í forgrunni," segir Ólafur.

„Það var einnig afar athyglisvert var að sjá hvernig Danir tengja saman vistvænar ræktunaraðferðir og arðsamar þannig að stutt sé við vistkerfið en jafnframt verið að framleiða verðmætt gæðatimbur. Einnig er lögð áhersla á að nýta allt timbrið, hvort sem er til fjölbreyttra smíða eða til kyndingar sem kurl eða í klofna kubbar."

Tveim vikum áður en hópurinn kom til Danmerkur hafði orðið töluverður og mikill staðbundinn skaði á skógi vegna storms sem gekk yfir landið. Unnið var að því víða að hreinsa til og nýta efnið. Þátttakendur fengu að æfa sig í að merkja grisjunartré og líftré í ólíkum skógargerðum og fengu góða fræðslu um val á tegundum og blöndun þeirra í ræktun. Mikið var fjallað um hentugan tækjabúnað við grisjun, útdrátt, afkvistun og bútun, skaðlega umferð tækja um skóg og margt fleira þar að lútandi.

Heimsóttur var þjóðgarður fyrir utan Árósa og kynnt sérstaklega hvernig nytjar og náttúruleg vistvæn umhirða geta farið saman með hámarks nytjum og verðmæti. Að sjálfsögðu var rætt um jólatrjáarækt, skjólbeltarækt og fjölnytjaskógrækt þar sem t.d. túnrækt og veiðar voru hluti af skógrækt og nytjum. Þá fengu þátttakendur upplýsingar um þvottabjarnarhundinn/Marhunden sem kominn er frá Póllandi og eirir engu lífi þar sem hann fer um og mætti helst líkja við minkinn hér á landi nema hvað hann er stærri og þurftarfrekari.

Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, undirbjó námskeiðiið í samvinnu við starfsfólk danska Landbúnaðarháskólans í Nödebu og var fararstjóri hópsins. Námskeiðið var styrkt af ESB. Námskeiðið var fyrir starfmenn landshlutaverkefnanna o.fl í þeim tilgangi að kynna hagnýtar skógarnytjar og vinnslu á smáum skala.

Starfsmenn Skógræktar ríkisins, þeir Rúnar Ísleifsson og Ólafur Oddsson, þakka fyrir fróðlega ferð og skemmtilegan félagsskap í Danmörku.















































Texti og myndir : Ólafur Oddsson og Bergsveinn Þórsson