Í dag, þriðjudaginn 1. febrúar, verður Dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson í viðtali hjá Leifi Haukssyni í þættinum Samfélagið í nærmynd. Í viðtalinu, sem hefst kl. 11:30, verður fjallað um mikilvægi skógræktar til kolefnisbindingar. Hægt er að hlýða á viðtalið af veraldarvefnum með því að fara á vefsíðu Ríkisútvarpsins (www.ruv.is), velja Rás 1, velja síðan dagsetningu á almanakinu (1. feb.) og á þeirri dagsetningu má velja Samfélagið í nærmynd.

Myndin sýnir Bjarna Diðrik ásamt Sigurði Blöndal, fyrrum skógræktarstjóra, í Hallormsstaðarskógi s.l. sumar. Þegar þessi mynd var tekin var binding kolefnis í trjám, öðrum gróðri og jarðvegi skógarins margfalt meiri en sem nam losun, vegna öndunar og bruna (mynd: Morgunblaðið).

Þess má geta að umfjöllun um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda verður fyrirferðarmikil í dagskrá fræðaþings landbúnaðarins sem hefst n.k. fimmtudag, 3. febrúár.