Laugardaginn 12. júní sl. var skrifað undir samstarfssamning um námskeiðaröð Grænni skóga fyrir skógarbændur á Austurlandi.  Garðyrkjuskólinn sér um framkvæmd námskeiðanna. Annars vegar er samningur  við Héraðsskóga og hins  vegar við Austurlandsskóga.

Auk  skólans skrifuðu undir samninginn  forsvarsmenn Félags skógarbænda  á Héraði, Félags skógarbænda á  Austurlandi, Héraðsskógar,  Austurlandsskógar, Skógrækt  ríkisins og Landgræðsla ríkisins.  Hér er um tímamótasamninga  að ræða því auk hins almenna  náms, Grænni skógar I, mun  hefjast önnur námskeiðaröð Grænni skógar II sem er  miðuð við skógarbændur sem hafa  ræktað skóg í lengri tíma eins og  bændur á Héraði hafa gert.   

Fyrstu tvö námskeiðin í Grænni skógar I verða haldin í haust og nú þegar er fólk byrjað að skrá sig.  Stefnt er að því að fyrstu námskeiðin í Grænni skógar II verði haldin e. áramót.  Við hvetjum alla skógarbændur til að skrá sig eða leita frekari upplýsinga hjá Jóhanni Þórhallssyni joi@skogur.is  símar 894-2184, 471-2184.  Skráningarfrestur er til 1. ágúst.  Hámarksfjöldi þátttakenda er 25.

Eina leiðin til að tryggja sér öruggt pláss er að skrá sig sem fyrst.