Skógræktarritið, félags- og fræðslurit Skógræktarfélags Íslands, fyrra hefti ársins 2004, er komið út.

Í reynd er Skógræktarritið fagrit allra þeirra sem stunda skóg- og trárækt í minni eða stærri stíl og endurspeglar þá miklu grósku sem er í skógrækt á Íslandi.

Fyrra hefti Skógræktarritsins árið 2004 er stórglæsilegt, prýtt fjölda fallegra litmynda og á kápu er mynd af einstöku olíumálverki Jóhannesar S Kjarval, Í Hallormsstaðaskógi frá árinu 1922". Verkið er í eigu Minjasafns Austurlands.

Fjölmargar áhugaverðar greinar eru í ritinu. Nefna má ítarlega samantekt Sigurðar Blöndal, í greinaflokkinum Innfluttu skógartrén, þar sem fjallað er um sitkagreni og hvítgreni, umfjöllun Jóhanns Pálssonar um bergfuru, grein um Friðun Heiðmerkur og fyrstu trjáræktartilburði og frásögn af Skógræktarferð til Noregs 1964.

Skógræktarritið er selt í áskrift en einnig í lausasölu á skrifstofu S.Í. að Ránargötu 18. Áskriftar- og heimsendingasími S.Í. er 551 8150, netfang skog@skog.is.

Við hvetjum þig til þess að hafa samband ef þú ert ekki orðinn áskrifandi og kynna þér áskriftartilboð okkar.

 

Frétt af vef Skógræktarfélags Íslands, skog.is