4.-14. ágúst síðastliðinn stóð yfir endurmæling á hnitakerfi landsins þar sem Skógrækt ríkisins lagði hönd á plóginn. Verkefnið var unnið undir styrkri stjórn Landmælinga Íslands ásamt aðstoð frá mörgum stofnunum, sveitafélögum og fyrirtækjum. Megin ástæða endurmælingarinnar er landrek Íslands og sífellt meiri kröfur um nákvæmni í mannvirkjagerð. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar standa einir að svona viðamiklu landmælingaverkefni. Gengu mælingarnar mjög vel og má því þakka góðu skipulagi, öflugu samstarfi og einmuna veðurblíðu. Með aðstoð sinni við verkið hjálpar S.r. við að leggja nýjan grunn að kortagerð og landupplýsingavinnslu í landinu.

Sjá frekari upplýsingar á vef Landmælinga Íslands www.lmi.is