Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar rannsóknasviðs Skógræktarinnar, talar á Loftslagsdeg…
Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar rannsóknasviðs Skógræktarinnar, talar á Loftslagsdeginum í Hörpu í fyrra. Ljósmynd af vef Loftslagsdagsins

Stefnt er að því að kynna Skógarkolefnisreikni í nýjum búningi á Loftslagsdeginum sem fram fer í Hörpu í Reykjavík fjórða maí. Dagskrá Loftslagsdagsins er fjölbreytt og sérstakur gestur verður Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar hjá Skógræktinni, tekur þátt í umfjöllun og umræðum um losun Íslands 1990-2050.

Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum ásamt samstarfsstofnunum. Þar koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli. Framlag Skógræktarinnar að þessu sinni verður þáttaka í kynningu og umræðum um það hvernig Íslendingum miðar í átt að kolefnishlutleysi. Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar rannsóknasviðs Skógræktarinnar, tekur þátt í umfjöllun um losun Íslands 1990-2050. Einnig er stefnt að því að kynna Skógarkolefnisreikni í nýjum búningi, reiknivél sem nota má til að áætla bindingu í mögulegum skógræktarverkefnum á Íslandi.

Dagskráin byggist annars á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum, sýningum og tækifærum til að blanda geði.

Dagskrá

Merki Loftslagsdagsins 2023Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Almenning
  • Stjórnvöld
  • Atvinnulífið
  • Fjölmiðla
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Öll áhugasöm um loftslagsmál

Takið tímann frá og sjáumst í Hörpu 4. maí! Nánari upplýsingar er að finna á vef Loftslagsdagsins 2023.

Skráning