Fagráðstefna skógræktar 2017 verður haldin 23.-24. mars í salnum Kaldalóni í tónlistarhúsinu Hörpu í…
Fagráðstefna skógræktar 2017 verður haldin 23.-24. mars í salnum Kaldalóni í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Mynd: CC Robert Young

Afmælisráðstefna Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar verður tengt skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú.

Skráning er hafin á ráðstefnuna hér á vef Skógræktarinnar og þar er einfalt að greiða ráðstefnugjald og þær máltíðir sem hver og einn velur, þar á meðal hátíðarkvöldverðinn 23. mars.

Samkvæmt hefð taka Skógræktarfélag Íslands, Land­búnaðar­háskóli Íslands og Skógfræðingafélagið þátt í skipulagningu Fagráðstefnu skógræktar.

Aðalfundir Skógfræðingafélagsins og Óskóg verða haldnir að kvöldi 22.mars á Hótel Sögu. Nánari tíma- og staðsetning verður kynnt síðar.


Dagskrá

með fyrirvara um breytingar

Fimmtudagur

23.3.2017 Kaldalón, Hörpu
Fyrirlesari
08:00 Afhending ráðstefnugagna
08:30 Setning ráðstefnu
08:40 Ávarp skógræktarstjóra Þröstur Eysteinsson
09:00 Straumar og stefnur í skógræktarrannsóknum á Norðurlöndum Jonas Rönnberg
09:45 Kaffi
10:10 Saga skógræktarrannsókna á Íslandi Aðalsteinn Sigurgeirsson
10:30 Skógræktarrannsóknir til framtíðar Edda S. Oddsdóttir
10:50 Erfðauðlindin Brynjar Skúlason
11:10 Plöntusjúkdómar Halldór Sverrisson
11:30 Hádegisverður
12:30 Skaðvaldar Brynja Hrafnkelsdóttir
12:50 Landskógaúttekt Arnór Snorrason
13:10 Notkun landupplýsinga í skógræktarrannsóknum Björn Traustason
13:30 Hvernig viðrar? Bjarki Þ. Kjartansson
13:50 Árhringir og umhverfisbreytur Ólafur Eggertsson
14:10 Asparstiklingar Jóhanna Ólafsdóttir
14:30 Vöxtur og vextir – 200 ára deila skógfræði og hagfræði um sjálfbærni Þorbergur H. Jónsson
14:50 Ferð á Mógilsá
17:30 Brottför til Reykjavíkur
19:30 Hátíðarkvöldverður á Hótel Sögu

Föstudagur

24.3.2017 Kaldalón, Hörpu
09:00 Skógrækt til landgræðslu Árni Bragason
09:20 Skógur og umhverfismál Bjarni D. Sigurðsson
09:40 Endurskinshæfni (albedo) ólíkra gróðurlenda Brynhildur Bjarnadóttir
10:00 Kaffi
10:30 Skammlotuskógrækt með alaskaösp og áhrif áburðargjafar á hana Jón Auðunn Bogason
10:50 Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi Sæmundur Sveinsson
11:10 Kynbætur á birki Þorsteinn Tómasson
11:30 Íbætur skógarmoldar (og almennt um skógrækt á Skógarströnd) Sigurkarl Stefánsson
11:50 Matur
13:00 Meðferð lerkiskógarreita í ljósi beinleika stofna Páll Sigurðsson
13:20 Vangaveltur um vindfall í skógum Valdimar Reynisson
13:40 Lesið í skóginn, fræðsla í skógrækt Björgvin Eggertsson og Ólafur Oddsson
14:00 Veggspjöld og kaffi
15:00 Miðlun þekkingar Pétur Halldórsson
15:30 Pallborðsumræður – samantekt
16:30 Ráðstefnuslit

SKRÁNING HÉR