Forsíða skýrslu um kurlkyndistöð í Grímsey
Forsíða skýrslu um kurlkyndistöð í Grímsey

Skýrslan, sem kom út í árslok 2013, nefnist Könnun á hagkvæmni þess að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli. Þar er ítarlega farið yfir ýmsa mögulega kosti sem nýta mætti til að hverfa frá olíubrennslu til nýtingar á innlendum orkugjafa í formi trjáviðar. Niðurstaðan er ótvírætt sú að kurlkyndistöð geti verið vænlegur kostur í Grímsey og muni bæði spara þjóðarbúinu útgjöld, minnka útblástur mengandi efna og koltvísýrings og auka lífsgæði eyjarskeggja.

Smellið hér til að lesa skýrsluna.

Ef óskað er eftir fylgiskjölum sem nefnd eru í skýrslunni má hafa samband við Rúnar Ísleifsson beint með netfanginu runar@skogur.is.