Í sumar hefur verið unnið að smíði á einu stærsta grillskýli sem reist hefur verið hér á landi úr íslenskum viði. Er skýlið staðsett í Haukadal í Biskupstungum og verður það hátt í 100 fermetrar að stærð. Er skýlið sérstakt að því leyti að það er allt gert úr íslenskum viði. Skýlið er hannað af Einari Óskarssyni og Morten T. Leth sem eru starfsmenn Suðurlandsdeildar S.r. Einar hefur annast  byggingu skýlisins með aðstoð írskra skógræktarnema og íslensks sumarstarfsfólks. Er skýlið þessa dagana að taka á sig mynd og verður því væntanlega lokið í haust. Mögulegt verður fyrir ferðaskrifstofur og aðra aðila að leigja skýlið fyrir ferðahópa. Meðfylgjandi myndir sem Hreinn Óskarsson og Mark Keegan tóku segja meira en mörg orð.

frett_03092007_1

frett_03092007_2

frett_03092007_3

frett_03092007_4

frett_03092007_5

frett_03092007_6

frett_03092007_7

frett_03092007_9