(Mynd: Þór Þorfinnsson)
(Mynd: Þór Þorfinnsson)
Mikið hefur verið grisjað hjá Skógrækt ríkisins á Austurlandi frá áramótum.

Á jörðinni Hafursá, utan við Hallormsstaðarskóg, hefur Sveinn Ingimarsson, verktaki, tekið að sér grisjun á rúmmlega 10 ha lerkiskógi. Skógurinn var gróðursettur 1983 og áætlað magn grisjunarviðar úr svæðinu eru 693 m³. Því er um að ræða stærstu einstöku grisjun á vegum verktaka á Héraði. Gæð grisjunarviðarins eru ekki mikil, trén eru tvístofna og bogin og þau verða því nýtt í kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað. Grisjunin er vélvædd að öllu leyti, þ.e. trén eru felld með með greinum og toppi með gröfu og fellihaus framleiddum í Finnlandi. Að lokinni fellingu eru trén keyrð út úr skóginum með traktor og timburvagni og staflað í stæður til þurrkunar. Efnið þarf að geyma í stæðum í a.m.k. eitt ár til að minnka rakann í viðnum fyrir kyndistöðina.

Starfsmenn Skógræktar ríkisins vinna einnig í grisjun þessa daganna í Hallormsstaðaskógi. Unnið er við grisjun í 3 ha lerkireit frá 1983. Efniviðurinn verður að mestu leyti unnin í girðingastaura.


frett_18022011_1

Timburstæður fyrir kyndistöð













frett_18022011_2

Bjarki Sigurðsson, starfsmaður
Skógræktar ríkisins












frett_18022011_3

Hjalti Þórhallsson og
Jón Þ. Tryggvasson,
starfsmenn Skógræktar ríkisins











frett_18022011_4

Grisjunarvél grisjar fyrir kyndistöð

 

 










Myndir og texti: Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi