Hér sjást þrjú þroskastig furuköngla. Lengst til vinstri er köngull á fyrsta ári frá blómgun síðasta…
Hér sjást þrjú þroskastig furuköngla. Lengst til vinstri er köngull á fyrsta ári frá blómgun síðasta vors. Í miðjunni er þroskaður köngull á öðru ári og til hægri köngull sem var fullþroskaður í fyrra. Köngullinn í miðjunni er sá sem á að tína.

Skógræktin þarf mikið magn af stafafurukönglum til að anna eftirspurn eftir stafafurufræi til sáningar. Greitt er fyrir köngla, sé þeim safnað samkvæmt leiðbeiningum. Óskað er eftir könglum til sáningar á komandi vetri.

Stafafura tekur tvö ár í að þroska köngla. Fyrra árið myndast litlir vísar að könglum og seinna árið fullþroskaðir könglar, sem sitja við upphaf árssprota síðasta árs. Könglarnir sem safna skal á þessu hausti byrjuðu með öðrum orðum að vaxa í fyrravor og eru nú tilbúnir til söfnunar. Eingöngu skal safna tveggja ára könglum.

Athugið að ekki er greitt fyrir köngla sem berast með öðrum hætti  en hér er lýst.

  • Ekki er tekið við könglum nema starfsmenn Skógræktarinnar hafi staðfest söfnunarstað, uppruna móðurtrjáa, gefið leyfi og leiðbeint um söfnun
  • Aðeins er greitt fyrir 2 ára köngla
  • Safna skal í poka sem halda fræi, en eru ekki loftþéttir, t.d. strigapoka. Alls ekki plastpoka því þá er hætt við myglu
  • Geyma skal könglana á svölum stað þar til þeir eru afhentir, ekki við stofuhita, nálægt miðstöðvarofni o.þ.h.
  • Pokar skulu vera vel merktir þeim sem safnar, nafni og símanúmeri, ásamt kvæmi og söfnunarstað
  • Lágmark er 50 kg frá hverjum söfnunarstað
  • Könglar þurfa að berast Skógræktinni í síðasta lagi 20. nóvember
  • Könglum er komið á  starfstöðvar Skógræktarinnar sem fyrst eftir tínslu eða sent með sem hagkvæmustum hætti á:

Skógræktin
Vöglum Fnjóskadal
607 Akureyri

Greiðsla

1. flokkur: Eingöngu tveggja ára könglar og engar nálar eða rusl. Greiðsla 2.000 kr. fyrir kíló
2. flokkur: Eldri könglar í bland við tveggja ára köngla. Greiðsla 1.200 kr. fyrir kíló af tveggja ára könglum,
ekkert greitt fyrir eldri köngla
Rafrænir reikningar sendist gegnum skuffan.is/gattir/fjs eða konto.is. Skýring: „könglatínsla“ ásamt kg. fjölda og einingaverði.

Eftirtaldir starfsmenn Skógræktarinnar leiðbeina um könglasöfnun:

Austurland Bergrún Arna Þorsteinsdóttir begga@skogur.is 892 3523
Vesturland Valdimar Reynisson valdi@skogur.is 847 8324
Suðurland Trausti Jóhannsson trausti@skogur.is 865 8770
Norðurland Valgerður Jónsdóttir valgerdur@skogur.is 862 7854
Einnig: Hreinn Óskarsson hreinn@skogur.is 899 1971
  Aðalsteinn Sigurgeirsson adalsteinn@skogur.is 898 7862