Nemendur í 6., 7. og 8. bekk Langholtsskóla hafa að undanförnu unnið að göngustafagerð í listasmiðju hjá Þorbjörgu Sandholt. Hönnun og útfærsla stafanna er afar mismunandi og þeir eru líka unnir úr ólíkum trjátegundum, s.s. greni, furu, ösp, birki, selju og víði. Efnið sótti Þorbjörg í Öskjuhlíðina undir leiðsögn Ólafs Oddssonar, fræðslustjóra Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóra Lesið í skóginn.

Þegar nemendur hafa lokið við stafagerðina er þeim stillt upp á gangi skólans í sérstökum tréstandi þar sem þeir eru nemendum og starfsfólki til sýnis. Það er ekki laust við að útfærslurnar megi tengja við þekktar sögupersónur í Hringadróttinssögu. Nemendur munu síðan nota stafina í gönguferðum þegar líður að vori. Nemendurnir hafa lagt mikla alúð í skreytingar á stöfunum og má glöggt sjá það á þeim sem komnir eru í stafastandinn.

frett_23022010(1)

frett_23022010(2)

frett_23022010(4)

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktar ríkisins