Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Mynd: Halldór Sverrisson.
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Mynd: Halldór Sverrisson.

Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá (Rannsóknasvið Skógræktar ríkisins) óskar eftir að ráða staðarhaldara á Mógilsá.  Staðarhaldara er ætlað að sjá um að hús, bílar, önnur hefðbundin tæki og verkfæri sé viðhaldið og aðgengileg starfsmönnum stöðvarinnar auk þess að sjá um að nánasta umhverfi stöðvarinnar að Mógilsá á Kjalarnesi sé vel hirt og snyrtilegt.  Þá aðstoðar staðarhaldari sérfræðinga á Mógilsá við ýmis rannsóknastörf eftir því sem henta þykir hverju sinni.

Starfssvið staðarhaldara er:

  • sjá um létt viðhald húsnæðis, bíla, véla og tækja og hafa yfirumsjón með meiriháttar viðhaldsaðgerðum

  • halda utan um verkfæri, efni og sýni sem sérfræðingar nota og/eða geyma (halda verkfæra-, efnis- og sýnaskrá).

  • sinna umhirðu umhverfisins á Mógilsá (umhirða trjá- og runnagróðurs og grasflata)

  • aðstoða sérfræðinga við úrvinnslu sýna og vettvangsvinnu utan Mógilsár

  • að sjá til þess að umhverfisáætlun Skógræktar ríkisins verði framfylgt á starfsstöðinni

Nauðsynlegt er að staðarhaldari geti unnið sjálfstætt, tileinkað sér öguð og vönduð vinnubrögð og hafi til að bera góða samskiptahæfileika.

Um er að ræða fullt starf.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til  15. desember nk. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun á: Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 116 Reykjavík eða á netfangið adalsteinn@skogur.is.  Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 470-2052 eða Arnór Snorrason í síma. 470-2053.

Skógrækt ríkisins er þekkingar-, þróunar- og þjónustuaðili sem vinnur með og fyrir stjórnvöld, almenning og aðra hagsmunaaðila að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á sviði skógræktar.

Mynd: Halldór Sverrisson


SR-rgb_litid