#Vesturameríkuskógar2013

Strandrauðviður (Sequoia sempervirens) er hæsta tré veraldar, það hæsta 116 metrar. Heimkynni hans eru á fremur litlu svæði nálægt ströndinni í norðanverðri Kaliforníu.

Eins og önnur risatré var strandrauðviður mikið höggvinn á fyrri hluta 20. aldar og því finnast lundir gamalla trjáa nú aðeins á fáum stöðum, sem allir eru friðaðir.

Allt skógræktarfólk ætti einhvern tíma í lífinu að vitja risana því orð og myndir jafnast ekki á við þá upplifunÓlíkt frænku hans, risafuru, sem er háfjallatré, má fullyrða að strandrauðviður muni ekki ná þroska á Íslandi. Loftslagið þar sem hann vex er nánast Miðjarðarhafsloftslag og hann fær hér um bil aldrei á sig frost. Þegar íslenskt skógræktarfólk skoðaði rauðviðarskóga 3. október 2013 var 20° hiti.

Allt skógræktarfólk ætti einhvern tíma á lífsleiðinni að gera sér ferð á svæðið og upplifa þessa risa, því myndir ná engan veginn að fanga tignarleikann og tilfinninguna sem maður fær við að ganga um í svona skógum.

Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson
Kvikmyndataka: Hlynur Gauti Sigurðsson
Samsetning: Kolbrún Guðmundsdóttir
Fréttin var uppfærð 26.10.2021