Spennandi starf við skógrannsóknir í sumar í boði. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Spennandi starf við skógrannsóknir í sumar í boði. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin óskar að ráða áhugasaman og duglegan starfsmann til aðstoðar sérfræðingum stofnunarinnar við rannsóknastörf sumarið 2020. Í boði er fjölbreytt og lærdómsríkt starf með ferðalögum um landið. Starfið hentar ekki síst nemum í náttúruvísindum. Starfstöð starfsmannsins verður á Mógilsá undir Esjuhlíðum.

Skógræktin leggur áherslu á kynjajafnvægi og önnur réttindamál. Starfið sem hér er auglýst hentar fólki af hvaða kyni sem er og hvetur stofnunin allt fólk sem áhuga hefur á spennandi störfum í skógum landsins til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2020.

Starfsvið

  1. Vettvangsvinna í mælinga- og rannsóknaferðum undir leiðsögn og stjórn sérfræðinga
  2. Umhirða umhverfis í kringum Rannsóknastöðina á Mógilsá
  3. Önnur störf sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntun og hæfni

  • Áhugi á skógrækt og náttúruvísindum er nauðsynlegur
  • Óskað er eftir samviskusömum einstaklingi með góða færni í samskiptum og samstarf
  • Gott líkamlegt atgervi er nauðsynleg
  • Grunnþekking á tölvu, þ.m.t. á Outlook, Word og Excel, er nauðsynleg

Nánari upplýsingar gefur Edda S. Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs, í síma 892 4503 eða netfanginu edda@skogur.is.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2020.

Sækja um