Í Blaðinu 10. febrúar segir frá þeirri stefnu Svía að verða óháðir jarðefnaeldsneyti innan 15 ára. Er þar vitnað í viðtal við sænska umhverfisráðherrann Monu Salin í the Guardian. Segist hún búast við tilmælum frá sænskri olíunefnd innan skamms þess efnis að leggja beri mikla áherslu á framleiðslu lífræns eldsneytis úr afurðum hinna stóru skóga Svía. Meðfylgjandi mynd sýnir áburðarframleiðandi náðhús í sænskum skógi (Mynd: ©V.Cimino).

Síminnkandi notkun jarðefnaeldsneytis – “viðarpillur” í miðstöðvarofnum

Svíar óháðir olíuafurðum um 2020 stefnt á aukna framleiðslu lífræns eldsneytis úr skógarafurðum . Notkun etanóls framleidds úr hveiti nemur um 23% heildarnotkunar bifreiðaeldsneytis þar í landi. Lægri skattar á slíkt eldsneyti, gjaldfrelsi og ókeypis bifreiðastæði fyrir slíka bíla eru notuð sem hvatning til umskipta yfir í etanólknúnar bifreiðar.

Hæfni Svía til slíkrar framleiðslu góð vegna nægrar úrkomu

Göran Person, forsætisráðherra Svía, telur Svía vel hæfa til framleiðslu lífræns eldsneytis til útflutnings, og standa þar framar t.d. Bandaríkjamönnum, sökum orkufrekrar áveitu í BNA. Úrkoma í Svíþjóð sé hins vegar almennt mikil og ekki þurfi að dæla vatni til áveitu segir í the New York Times.

Hvort Svíum takist ætlunarverk sitt er hins vegar óvíst. Eins og stjórnarandstæðingurinn Lars Lindbladt kemst að orði í NYT:” The Swedish government is very fond of setting targets”. “But it has problems with delivery”.