Mynd með Facebook-viðburði vöruhönnunarnemanna
Mynd með Facebook-viðburði vöruhönnunarnemanna

Fyrsta árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sýna fimmtudaginn 11. maí ýmis verkefni sín sem tengjast birki á einn eða annan hátt á sýningu sem þau kalla „Birkiverk“. Sýningin verður í húsakynnum Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi.

Nemendurnir hafa frá því í febrúar unnið með og rannsakað íslenska birkið og gert fjölbreyttar tilraunir út frá margvíslegum sjónarhornum. Þessi áfangi þeirra við Listaháskólann er hluti af þverfaglega rannsóknarverkefninu Birkivist og hafa nemendurnir notið kennslu og aðstoðar þaðan. 

Nemendurnir eru: Arnór Atlason, Arthur Maxime Moreillon, Ása Svanhildur Ægisdóttir, Birta Guðrún Karlsdóttir, Bjarndís Diljá Birgisdóttir, Hjördís Steinarsdóttir, Julia Kosciuczuk, Katrín Níelsdóttir, Rakel Svavarsdóttir og Valdís Mist Óðisdóttir. Þau þakka Helga á Kolsstöðum og Skógaræktafélagi Kópavogs fyrir stuðninginn.

Sýningin verður 11. maí í sal Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi, Leiðarenda 3 í Kópavogi milli kl. 16 og 19.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson