Í vikunni voru þeir sem unnu gripi  úr Oslóarjólatrénu frá árinu 2010 boðaðir í Ráðhús Reykjavíkur. Gripirnir höfðu verið til sýnis frá því í byrjun desember í tveim glerskápum á áberandi stað í húsinu. Ánægjulegt var að sjá hvað gripirnir voru fjölbreyttir en tuttugu aðilar áttu gripi á sýningunn. Um var að ræða tálgaða gripi ýmiss konar og rennda, s.s. skálar og  tré. Auk þess voru stærri gripir unnir sem ekki komust í skápana svo sem stóll og stafur. Allir þátttakendur fengu afhent tvö rauðgrenitré í pottum sem sprottin eru af fræi Oslóartrésins 2007 og hér að neðan má sjá Svavar Gunnar Jónsson með sín tré.

Oslóartréð 2011 verður unnið og geymt til haustins og deilt út til þeirra sem vilja vinna gripi úr því til að setja á næstu jólasýningu í Ráðhúsinu. Þessi viðburður verður vonandi skráður hjá safnastofnunum borgarinnar og gripum komið til gefenda trésins og sýningarhaldara.

08032012-2


08032012-6

08032012-5

08032012-4

08032012-1

Myndir og texti: Ólafur Oddsson