Rannís styrkir verkefnið; Þróun útrænnar svepprótar og næringarefnajafnvægis í skógum

 Markmið verkefnisins er að lýsa; a) tegundabreytileika sveppróta og styrk næringarefna í jarðvegi í íslenskum skógarvistkerfum á mismunandi aldri og b) samspili sveppróta og næringarefna í jarðvegi.

Örvistir (e. microcosmos) verða settar upp með jarðvegi úr mólendi, lerki- og birkiskógum.  Fylgst verður með framvindu svepprótar og hún flokkuð eftir svipgerð.  Tekin verða sýni af einstökum svipgerðum og tegundagreind með DNA-greiningu.  Einstakar stofnar svepprótarsveppa verða ræktaðar og hattsveppum safnað úr skógum/mólendi til tegundargreiningar.

Mæld verða næringarefni í jarðvegi, sem og í blaðmassa úr skógum/mólendi og örvistum.  Áhrif næringarefnastyrks á þróun svepprótar verða rannsökuð með því að fylgjast með þróuninni á plöntum sem eru ræktaðar við mismunandi styrk næringarefna.

Verkefnisstjóri er Guðmundur Halldórsson og er styrkur Rannís 2,7 milljónir króna.