Gróðursetning í Afríku. Ljósmynd CJTF-HOA/Sgt. Andrew Caya
Gróðursetning í Afríku. Ljósmynd CJTF-HOA/Sgt. Andrew Caya

Með því að kaupa gjafabréf fyrir 2.500 krónur má gróðursetja 2.500 tré í fátæku landi og bæta þar með bæði náttúrufar og lífsskilyrði fólks. Þetta er jákvæð aðgerð í bæði mannúðar- og loftslagsmálum.

Sýnishorn af gjafabréfinuHjálparstarf kirkjunnar býður fólki að kaupa margvísleg gjafabréf í verkefni sínu Gjöf sem gefur. Gefa má fátækri fjölskyldu geit eða hænur, peninga sem notaðir eru til að grafa brunna, styrkja má fátækt barn til náms og fleira. Þar á meðal eru áðurnefnd gjafabréf fyrir 2.500 trjám. Gjarnan eru þettu ávaxtatré sem verða á marg­víslegan hátt til hagsbóta fyrir fólkið. Aukinn trjágróður bætir náttúrufar á ýmsan hátt og gerir líf fólks auðveldara. Til dæmis getur fólk frekar sótt sér menntun ef minni tími fer í að afla matar og vatns, ekki síst stúlkur sem gjarnan komast síður í skóla en piltar þar sem örbirgð ríkir. Á vef Hjálparstarfs kirkjunnar segir orðrétt:

Tré skapa skugga fyrir fólk og nytjajurtir. Þau laða að gagnleg skordýr, draga til sín vatn og varna foki og að jarðvegi skoli burt í miklum rigningum. Ávaxtatré eru búhnykkur bæði til þess að gera fæði fjölskyldunnar fjöl­breytt­ara og til þess að afla tekna með sölu. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs má fá 2500 græð­linga – gjöf sem vex og vex!

Margvísleg áhrif trjágróðurs á náttúru og mannlíf á alls staðar við, hvort sem er í fátækum þróunarlöndum eða hér norður við Dumbshaf. Máttur fjármagnsins er hins vegar mun meiri í fátæku löndunum og gaman að geta fengið tré ræktað fyrir hverja krónu sem gefin er. Nánari upplýsingar má fá á vefnum gjofsemgefur.is.

Texti: Pétur Halldórsson