Trjásafn Grænlendinga var opnað með formlegum hætti í Narsassuaq á Suður-Grænlandi 2. ágúst.  Íslendingar rækta nú tré til gróðursetningar á Grænlandi.

6.000 plöntur af 14 tegundum vöru sendar frá Hallormsstað til Grænlands fyrir nokkru. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, sem er í Narsassuaq segir að að Íslendingar aðstoði nú Grænlendinga með gróðursetningu og með því að framleiða plöntur fyrir þá. Trjásafni sem nú hafi verið opnað sé býsna merkilegt. Þar séu nú um 130 tegundir. Tré ræktuð á Íslandi hafi verið flutt til Grænlands í nokkrum mæli. Ljóst sé nú að Grænlendingar hafi möguleika á að rækta skóga sér til nytja og gagns.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi: Þeir hafa auðvitað dálítið, töluvert af landi hérna við firðina þannig að og það er nú jafnvel í framtíðinni hugsa menn sér eftir fengna reynslu í þessu trjásafni, hvaða tegundir vaxa best. Að síðan yrði gróðursetji bændur hér á Suðaustur Grænlandi litla lundi við sína bæi. Bæði sem skjól fyrir sauðfé og hugsanlega þá efni í girðingarstaura og annað. Það er svona farið að velta því fyrir sér.

 

Frétt RÚV 3. ágúst.