Á starfsdegi Norðlingaskóla og leikskólans Rauðhóls var sett upp námskeið í grenndarskóginum í Björnslundi með fjórum stöðvum. Norskir kennaranemar frá Bergen hafa unnið í skóginum undanfarið að ýmsum verkefnum sem hluta í lokverkefni sínum. Þeir gerðu grein fyrir verkefnunum á tveimur stöðvum og lögðu áherslu á viðhald þess sem fyrri kennaranemar höfðu unnið í skóginum, s.s. varðandi hnýtingar og uppsetningu á leiktækjum og búnaði. Guðmundur, heimilisfræðikennari í Laugarneskóla, sá um útieldunarstöðina en hann hefur mikla reynslu af eldun þar. Stöðin frá verkefninu Lesið í skóginn var síðan innandyra þar sem unnið var með „græna gullið", grannt árssprotaefni og því breytt í jólaskraut af ýmsum gerðum.

frett_17112009(2)

frett_17112009(3)

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins.