(mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir)
(mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir)

Út er komið nýtt hefti Rits Mógilsár. Ritið er að þessu sinni eftir þá Arnór Snorrason og Björn Traustason og nefnist Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar og segir frá skógarúttekt sem gerð var á þremur skóglendum í eigu Landsvirkjunar. Þar var kolefnisbinding trjágróðurs í jarðvegi og sópi (sinu) áætluð, og út frá því var hægt að áætla heildarbindingu koldíoxíðs (CO2) í skóglendum Landsvirkjunar árið 2011. Ritið er ókeypis á rafrænu formi hér á vef Skógræktar ríkisins en þeir sem hafa áhuga á að fá prentað eintak á kostnaðarverði sent til sín hafi samband við Eddu S. Oddsdóttir (edda@skogur.is / 892-4503).


Skoða Rit Mógilsár

Skoða eldri tölublöð Rits Mógilsár


Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir