Haraldur Ólafsson veðurfræðingur flytur fræðsluerindi LBHÍ á Keldnaholti n.k. mánudag 31. október, kl. 15:00. Hann ætlar að fjalla um: „Veðurfarshorfur fram eftir öldinni".

Veðurfarsspár fyrir Ísland hafa nú verið gerðar í mun þéttara reiknineti en tíðkast hefur undanfarinn áratug. Í ljós kemur að reiknaðar breytingar á hita- og úrkomufari eru afar breytilegar eftir árstímum og landshlutum. Spáð er að vetrar- og sumarúrkoma muni aukast norðaustanlands, en haustrigningar verði meiri sunnanlands og vestan. Þá skilar hitaaukning sér af miklum þunga í færri og mildari kuldaköstum á vetrum og einkum þó vorin, en síður í hærri sumarhita.

Sjá má merki sumra þessara þátta í breytingum í tíðarfari undanfarinna áratuga, en þó er það svo í veðurfari á Íslandi að mikill breytileiki milli ára og áratuga yfignæfir að töluverðu leyti hugsanlegar langtímabreytingar.

Erindið er að í fundarsal LbhÍ á Keldnaholti 3. hæð, kl. 3-4 e.h. Allir velkomnir.