Mynd: Edda S. Oddsdóttir
Mynd: Edda S. Oddsdóttir

Dagana 2. og 3. febrúar var sameiginlegur fundur allra starfsmanna Skógræktar ríkisins haldinn á Hallormsstað. Nánast allt starfsfólk stofnunarinnar, hvaðan æva af landinu, sótti fundinn sem þótti heppnast vel. Fyrri daginn héldu nokkrir starfsmenn kynningar á þeim viðfangsefnum sem eru efst á baugi hjá þeim. 

Starfsmannafundur: Þröstur Eysteinsson

Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um lúpínu í Morsárdal.


Um kvöldið var boðið til hátíðarkvöldverðar með árshátíðarbrag. Við það tækifæri voru tveir starfsmenn stofnunarinnar, þeir Theodór A. Guðmundsson og Þorsteinn Þórarinsson, heiðraðir. Þeir eru um þessar mundir að láta af störfum eftir langan starfsferil hjá Skógrækt ríkisins.

Starfsmannafundur: Theodór A. Guðmundsson, Jón Loftsson og Þorsteinn Þórarinsson

F.v. Theodór A. Guðmundsson, Jón Loftsson og Þorsteinn Þórarinsson


Einnig voru nýjar einkennishúfur Skógræktar ríkisins kynntar þetta kvöld. Hvert svið stofnunarinnar hefur sinn einkennislit; gulur fyrir fjármálasvið, blár fyrir rannsóknasvið, grænn fyrir yfirstjórn og rauður fyrir þjóðskógana.

Starfsmannafundur: Hátíðarkvöldverður

Hér má sjá sviðsstjóranna, þá Gunnlaug Guðjónsson, Aðalstein Sigurgeirsson, Jón Loftsson og Þröst Eysteinsson, með húfurnar.


Starfsmannafundur: Hátíðarkvöldverður

Frá hátíðarkvöldverði á Hallormsstað.


Seinni dag fundarins var haldið í skoðunarferð um Hallormsstaðarskóg. Viðarvinnslan í Mörkinni var heimsótt og m.a. var nýjasta viðarsögin skoðuð.

Starfsmannafundur: Viðarvinnsla á Hallormsstað

Hópurinn skoðar viðarsög á Hallormsstað.


Hópurinn snæddi austfirskar krásir á Klausturkaffi á Skriðuklaustri í hádeginu. Að því loknu var gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Snæfellsstofa, heimsótt. Þar tók á móti hópnum skógfræðingurinn Agnes Brá Birgisdóttir, kynnti starfsemina í gestastofunni og skiptist á skoðunum við skógræktarfólk.

Starfsmannafundur: Skriðuklaustur

Skriðuklaustur heimsótt í ekta austfirsku janúarveðri.


Á leiðinni til Egilsstaða var svo komið við á Teigabóli þar sem grisjunarvél er nú beitt í lerkireit frá árinu 1971. Timbrið verður notað í vörubretti.

Starfsmannafundur: Grisjun á Teigabóli

Grisjun á Teigabóli.



Myndir: Edda S. Oddsdóttir
Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir