Byrgi vegagerðarmanna sem lögðu veg til Grindavíkur á árunum 
1914-1918. Byrgið er við núverandi Gr…
Byrgi vegagerðarmanna sem lögðu veg til Grindavíkur á árunum
1914-1918. Byrgið er við núverandi Grindavíkurveg sem aðeins grillir í á
myndinni. Ljósmynd úr Ársskýrslu Minjastofnunar 2016

Sæmundur Þorvaldsson, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, verður meðal fyrirlesara á ársfundi Minjastofnunar Íslands sem haldinn verður 28. nóvember á Hótel Sögu í Reykjavík.

Meginefni fundarins er vernd jarðfastra menningarminja. Minjar eru eitt af því sem tekið er tillit til við gerð skógræktaráætlana og snertir málefnið því skógræktarfólk beint en einnig landgræðslufólk og verður Elín Jóla Þorgeirsdóttir með erindi fyrir hönd Landgræðslunnar.

Á ársfundinum verður spurt hvað gera megi betur til að tryggja vernd jarðfastra menningarminja svo sem fornleifa, húsa og mannvirkja. Erindin sem flutt verða fjalla öll um tengsl  viðkomandi stofnana eða annarra aðila við Minjastofnun Íslands og lög um menningarminjar og þá snertifleti og þau sameiginlegu verkefni og áskoranir sem til staðar eru.

Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn í salnum Kötlu á Hótel Sögu miðvikudaginn 28. nóvember. Boðið verður upp á morgunverð og hefst hann kl. 8.00. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 12.00. Auk erinda og umræðu í tengslum við meginefni fundarins verður veitt viðurkenning fyrir ötult starf í þágu minjaverndar. 

Dagskrá:

08.00 – Morgunverður hefst
08.30 – Forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, setur fundinn og flytur inngang
08.50 – Minjaverndarviðurkenning veitt
09.00 – Umhverfisstofnun – Hildur Vésteinsdóttir
09.15 – Skógræktin – Sæmundur Þorvaldsson
09.30 – Landgræðslan – Elín Fjóla Þorgeirsdóttir

09.45 – Hlé

09.55 – Mannvirkjastofnun
10.10 – Fulltrúi skipulags- og byggingarfulltrúa – Arinbjörn Vilhjálmsson
10.25 – Skipulagsstofnun – Hafdís Hafliðadóttir
10.40 – Inngangur að pallborðsumræðum
10.50 – Pallborðsumræður (Fulltrúar frá. Minjastofnun Íslands, Umhverfisráðuneyti, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga)

Athugið að skráningu lýkur kl. 15 þriðjudaginn 20. nóvember. Skráning er nauðsynleg þar sem um morgunverðarfund er að ræða. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Skráning