Starf framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga er laust til umsóknar. Starfið fellst í umsjón og rekstri Vesturlandsskóga sem er landshlutaverkefni á sviði nytjaskógræktar sem starfrækt hefur verið frá ársbyrjun 2000. Starfssvæði Vesturlandsskóga er allt Vesturland, frá Kjósarsýslu að Gilsfjarðarbotni.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í skógfræði.
  • Reynsla af vinnu í skógrækt og stjórnun.
  • Þekking á stjórnsýslu og meðferð fjármuna.
  • Agi til að vinna sjálfstætt, skipulagshæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga. Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2013. Umsókn þarf að fylgja náms- og starfsferilsskrá. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og gengið verður frá ráðningu fljótlega eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Ráðið verður í starfið til tveggja ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita formaður stjórnar, Guðbrandur Brynjúlfsson (844-0429 / buvangur@emax.is) og starfsmaður Vesturlandsskóga, Guðmundur Sigurðsson (862-6361 / gudmundur@vestskogar.is). Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt fylgigögnum til Vesturlandsskóga á rafrænu formi (vestskogar@vestskogar.is) eða á pappírsformi: Vesturlandsskógar Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri. 311 Borgarnes.



Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir