Í sumar hefur Páll Sigurðsson, skógfræðingur frá Háskólanum í Arkangelsk í Rússlandi, unnið að doktorsverkefni sínu við sama háskóla í Hallormsstaðaskógi.

Í verkefninu skoðar Páll viðargæði lerkisins sem timburtré frá ýmsum hliðum. Í sumar vann hann að viðarvaxtatarmælingum í fjölda lerkireita. Nú í lok sumars var bolum flett til að skoða galla sem gætu leynst inni í viðnum, án þess að sjást utanfrá, á annars heilbrigðum trjám. Sýni verða send út til frekari prófanna, þ.á.m. þrýstiþolsprófana. Páll mun vinna við mælingar í Hallormsstaðaskógi næsta sumar og áætlað er að lokaniðurstöður ritgerðarinnar muni liggja fyrir 2013.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Pál Sigurðsson, skógfræðing (t.v.) og Sigurð Kjerúlf, starfsmann Skógrætar ríkisins á Hallormsstað, við sýnatöku.


Texti og mynd: Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað