(mynd: Hreinn Óskarsson)
(mynd: Hreinn Óskarsson)

Í dag fékk Skógrækt ríkisins afhenta þrjá viðarvagna sem nýta á til útkeyrslu á timbri í hinu mikla grisjunarátaki sem nú stendur yfir. Vagnarnir eru keyptir hjá Búvélum Jötni á Selfossi og eru finnskar að gerð Nokka. Geta vagnarnir borið allt að 11 tonnum af timbri og veitir ekki af því á næstu mánuðum er áætlað að aka út um 2000 tonnum af viði. Er krani á vögnunum sem lyftir timbrinu í og af þeim. Eldri gerð af Nokka timburvagni hefur verið til á Hallormsstað um árabil og reynst vel.


Viðarvagnar á Suðurlandi (2)

 

Viðarvagnar á Suðurlandi (3)