Á vefsíðu umhverfisráðuneytisins eru nú kynntar tillögur nefndar að breytingum á náttúruverndarlögum (sjá hér, pdf skjalið er hér). Jafnframt er öllum boðið að senda inn athugasemdir við tillögurnar til ráðuneytisins fyrir 7 janúar (frestur hefur verið framlengdur til 21 janúar sjá hér).  Í þessum tillögum eru atriði sem haft geta veruleg áhrif á skógrækt, landgræðslu og landbúnað. Öll ræktun þar sem notast er við plöntur sem ekki vaxa þegar á svæðinu er bönnuð skv. þessum tillögum. Meðal þess sem fram kemur í tillögunum er:

  • Óheimilt er að flytja inn lifandi framandi lífverur nema með leyfi Umhverfisstofnunar.
  • Óheimilt er að veita leyfi ef ástæða er til að ætla að innflutningurinn ógni eða hafi veruleg áhrif á líffræðilega fjölbreytni.
  • Óheimilt er nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar: a. að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna, b. að flytja lifandi lífverur innanlands til svæða þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir ef ástæða er til að ætla að það ógni líffræðilegri fjölbreytni.
  • Sá sem ber ábyrgð á dreifingu lifandi lífvera skal gæta sérstakrar varúðar og leitast við að koma í veg fyrir að dreifingin hafi áhrif á lífríkið sem fyrir er.
  • Ef ástæða er til að ætla að framandi lífverur ógni líffræðilegri fjölbreytni og hafi veruleg áhrif á lífríkið getur ráðherra, að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og eftir atvikum annarra stofnana, gripið til aðgerða til að uppræta þær eða koma böndum á og hefta útbreiðslu þeirra.
  •  Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir leyfi sem stofnunin gefur út samkvæmt lögum þessum.

 Skógræktarfólk er hvatt til þess að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir til umhverfisráðuneytisins hafi það skoðanir á málinu.

Nánari upplýsingar veita: Aðalsteinn Sigurgeirsson (898-7862) og Þröstur Eysteinsson (896-4886).

Fjölmiðlaumfjöllun um frumvarpið:

Bylgjufréttir á laugardaginn hér

Kvöldfréttir RÚV mánudag 20 des hér

Fréttir Stöðvar 2 mánudag 20 des hér 

Frétt í Fréttablaðinu þriðjudag 21 des hér

Leiðari Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu þriðjudag 21 des  hér

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þriðjudag 21 des hér

Eyjan þriðjudag 21 des hér  (þar er einnig að finna ýmis ummæli)


Grund